tisa: Febrúar.. Schmebrúar

laugardagur, febrúar 21, 2009

Febrúar.. Schmebrúar

Ég man ekki hvenær ég fékk seinast gin og tonik og mér finnst það rosalega leiðinlega.
Hvernig bragðast það aftur.
Mig minnir að það sé himneskt.

Alltaf er ég að vinna um helgar.
En ekki næstu helgi.
En núna var ég örugglega að jinxa það og verð beðin um að vinna.
Ég fæ samt ekki útborgað fyrr en á mánudegi þannig ginið og tonikið verður að bíða í nokkrar vikur.
NOKKRAR VIKUR!
Ó mæ. ó mæ.

Ég get ekki beðið eftir að Febrúar sé búinn.
Sem betur fer er hann stuttur.

Og afhverju er ekki frí í skólum landsins á BolluSprengiÖsku dögunum?
Það er hneykslanlegt.

Á þessum dögum í fyrra var ég í útlöndum (já, Ástralíu.. er samt hætt að tala um hana.. ég lofa) og gleymdi þessum dögum eiginlega bara.
Fékk enga bollu og ekkert saltkjöt... hvað þá baunir.
Mér var samt eiginlega alveg sama.
Skítsama.
En ekki núna.
Núna er ég ekki í útlöndum.
Það er rigning og kalt og ég er fátæk og bitur.
Það er ekkert rölt niður á strönd hér.
Það er keyrt í skólann á pústlausum bíl.
Mig vantar bollur til að lífga upp á tilveru mína.


Ætla að læra þýsku.


Hvar ertu sumar?



 

tisa at 12:27

0 comments